Bandaríska fyrirtækið CKE Restaurants Holdings, Inc. sem rekur skyndibitakeðjurnar Carl‘s Jr. og Hardees hefur samið við Spycher Burger Gang AG um að opna Carl‘s Jr. veitingastað í Sviss.

Áætlað er að fyrsti staðurinn muni opna um mitt næsta ár og verður það fyrsta útibú í landinu, en bandaríska keðjan er nú þegar með starfsemi í Frakklandi, Danmörku, Tyrklandi og á Spáni.

"Það er alltaf spennandi áfangi þegar við fáum að færa matseðil okkar frá Kaliforníu til annarra landa og nýrra viðskiptavina"

Mike Woida, eigandi CKE International, segir að mikil spenna ríki fyrir því að fikra sig inn á Evrópumarkað. „Það er alltaf spennandi áfangi þegar við fáum að færa matseðil okkar frá Kaliforníu til annarra landa og nýrra viðskiptavina,“ segir Mike.

Samningurinn gerir ráð fyrir opnun á útibúum í Zurich, Basel, Bern og Lucerne.