Ráðgjafafyrirtækið Capacent á Íslandi á í mjög alvarlegum fjárhagserfiðleikum og óvíst er með framhaldið. Stundin greindi fyrst frá þessu.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búið að kynna stöðuna fyrir starfsfólki og ekki liggur fyrir hvort hægt verði að greiða laun um mánaðarmótin.

Rúmlega fimmtíu manns starfa hjá fyrirtækinu, hefur stór hluti þeirra verið á hlutabótum síðastliðnar vikur. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við vegna málsins vísa á Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóra.

Ekki náðist í Halldór við vinnslu fréttarinnar.