Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, kveðst finna fyrir miklum á­huga á Ís­landi sem á­fanga­stað í ár. „Við búumst við að yfir 30 þúsund ferða­menn komi til Ís­lands með Icelandair í júní,“ segir Bogi í til­kynningu frá fé­laginu.

Fram­boð Icelandair í júní er svipað og á sama tíma árið 2019 sem er mikið á­nægju­efni að sögn Boga. Fjöldi far­þega í milli­landa­flugi Icelandair rúm­lega tvö­faldaðist á milli mánaða í maí­mánuði en fé­lagið hefur aukið flug­fram­boð sitt jafnt og þétt að undan­förnu í takt við aukna eftir­spurn eftir flugi.

„Það er á­nægju­legt að sjá þá aukningu sem orðið hefur bæði í milli­landa­flugi og innan­lands­flugi á undan­förnum vikum. Sam­hliða bólu­setningum og auknu svig­rúmi til ferða­laga hefur ferða­vilji í heiminum aukist,“ segir Bogi.

Fjöldi far­þega Icelandair í innan­land­flugi var um 18.000 í maí sem er um 50 prósent aukning frá því í apríl síðast­liðinn og tæp­lega þre­földun á milli ára.

„Rétt er að geta þess að far­þegar í flugi til og frá Græn­landi teljast nú með far­þegum í milli­landa­flugi eftir að sam­þættingu Icelandair og Air Iceland Connect lauk um miðjan mars.“