BYKO hefur samið við Bílaumboðið Öskju um að taka við sölu á Honda aflvélaum, eins og sláttuvélar, rafstöðvar, vatnsdælur og snjóblásara. BYKO verður með vörunar til sölu í verslunum sínum og til leigu í Leigumarkaði BYKO. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Askja keypti Honda-umboðið af Bernhard árið 2019 og verður eftir sem áður umboðsaðili Honda bifreiða á Íslandi.

Í tilkynningunni segir að Honda sé stærsti framleiðandi aflvéla í heiminum með framleiðslu yfir 30 milljón tækja.

„Við erum afar ánægðir að fá Honda aflvélar yfir til BYKO. Honda er vel þekkt og vandað merki. Fólk veit að hvaða gæðum það gengur í Honda tækjum og vélum. Þetta styrkir enn frekar stöðu BYKO sem leiðandi fyrirtæki á markaði í sölu og leigu á aflvélum. Við leggjum metnað okkar í að vera fyrsti kostur fyrir einstaklinga, verktaka, fyrirtæki og stofnanir þegar kemur að því að kaupa eða leigja áhöld og tæki,“ segir Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá BYKO.