Innlent

BYKO áfrýjar sektinni til Landsréttar

BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Málið snýst um samráð á verði á byggingarvörum. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hækkaði sekt BYKO um meira en helming.

Málið snýst um samráð um verð á byggingarvörum. Fréttablaðið/Ernir

BYKO mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækkað álagða sekt í 400 milljónir króna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður talið 65 milljónir króna sekt hæfilega.

Í tilkynningu BYKO sem undirrituð er af Sigurði B. Pálssyni, forstjóra BYKO, segir að niðurstaðan valdi fyrirtækinu vonbrigðum og að dóminum verði áfrýjað til Landsréttar enda sé fyrirtækið sannfært um sakleysi sitt.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar, sem dómur héraðsdóms byggir að stórum hluta á, til efnislegrar meðferðar.

Málið snýst um samráð um verð á byggingarvörum. Í maí 2015 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangsmiklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Var um að ræða samráð um verð á byggingavörum. Málið hófst þegar Múrbúðin sneri sér til Samkeppniseftirlitsins og gerði grein fyrir tilraunum Byko og gömlu Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina til að taka þátt í hinu ólögmæta samráði. Taldi Samkeppniseftirlitið að um alvarleg brot væri að ræða og lagði 650 milljóna króna sekt á Norvik, móðurfélag Byko.

Tilkynning BIKO í heild sinni: 

Í framhaldi af úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samkeppniseftirlitsins gegn BYKO óskast eftirgreindu komið á framfæri:

Niðurstaða héraðsdóms veldur vonbrigðum og við munum áfrýja dóminum til Landsréttar enda sannfærð um sakleysi fyrirtækisins. Héraðsdómur kemst að annarri niðurstöðu en áfrýjunarnefnd samkeppnismála um fjárhæð sekta og hækkar sektir margfalt eða úr 65 milljónum króna í 400 milljónir króna. Héraðsdómur byggir að stórum hluta á dómi Hæstaréttar frá árinu 2016 í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli. Sá dómur var að okkar mati óréttlátur og vankantar á málsmeðferð. Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar. 

Kópavogi 17. maí 2018

Sigurður B. Pálsson

forstjóri BYKO

 


Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Innlent

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Innlent

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Auglýsing

Nýjast

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Verðbólga ekki lægri í Bretlandi í tvö ár

Vofa góðra stjórnarhátta

Auglýsing