Markaðurinn

Byggja allt á sjö mánuðum: Fyrsta blokkin í Reykjanesbæ

Byggt verður fjölbýlishús í Reykjanesbæ úr norskum timbureiningum á sjö mánuðum. Lögð er mikil áhersla á að allt byggingarferlið sé vel umhverfisvænt og hugað er að orkusparnaði þegar kemur síðar að notkun íbúðanna. Íbúðirnar verða fyrir eldri borgara.

Þeir Eiríkur Vignir Pálsson og Vilhjálmur Sigurðsson reka fyrirtækið Modulbyggingar ehf. sem sérhæfir sig í byggingu einingahúsa sem tekur aðeins um sjö mánuði í heild að byggja. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Modulbyggingar ehf., Moelven ByggModul AS  og þróunarfélagið Klasi ehf., hafa undirritað samning um byggingu fyrsta fjölbýlishússins á Íslandi sem byggt er með einingahúsaaðferðum Moelven í Noregi. Aðeins tekur um sjö mánuði að byggja húsið. 

Íbúðirnar verða fyrst og fremst ætlaðar ætlaðar eldri borgum enda er ekki langt að fara í þjónustumiðstöðina á Nesvöllum. Byggingin verður með 27 íbúðum og verður á fjórum hæðum. Stefnt er á að byggja allt að 200 íbúðir til viðbótar á reitnum á næstu árum. 

Þeir Eiríkur Vignir Pálsson og Vilhjálmur Sigurðsson reka fyrirtækið Modulbyggingar ehf. sem sérhæfir sig í byggingu slíkra einingahúsa. Húsin eru framleidd af norska framleiðandanum Moelven. 

Sjá einnig: Íbúðar­hús­næði á 7 mánuðum: „Pínu­lítið eins og LEGO“

Lögð er mikil áhersla á að allt byggingarferlið sé vel umhverfisvænt og hugað er að orkusparnaði þegar kemur síðar að notkun íbúðanna.

Einingarnar eru allar forsmíðaðar og segja þeir Vilhjálmur og Eiríkur að það bjóði upp á marga kosti umfram hefðbundnar byggingarframkvæmdir. Nefna þeir helst stuttan byggingartíma og mikinn sveigjanleika í hönnun, auk þess sem einingarnar eru allar settar saman innanhúss. 

Þeir segja fjórar áherslur helst einkenna byggingaraðferðir Moelven, sem eru að byggingarnar séu kostnaðarlega hagkvæmar, uppsetning  fljótleg, framleiðslan öll gæðastýrð, allt sé unnið inni og verndað fyrir veðri, og svo sé framleiðslan umhverfisvæn. Reynt sé að lágmarka úrgang og óþarfa flutninga.

Einingarnar fyrir húsið í Reykjanesbæ verða byggðar í október og stefnt er á að íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar við lok árs 2018. 

„Stefnan er að þetta verði það fyrsta af mörgum slíkum húsum á Íslandi. Það er mikill áhugi fyrir þessu byggingarfyrirkomulagi á Íslandi og við gerum ráð fyrir að fleiri svona fjölbýlishús rís hér á landi fljótlega, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins,“ segi Vilhjálmur. 

Allar íbúðir eru með loftræstikerfi sem eykur loftgæði innanhúss og minnkar líkur á rakaskemmdum. Mynd/Modulbyggingar ehf.

Minnka óvissu um kostnað

Þróunarfélagið Klasi stendur að byggingu íbúðanna. Félagið stendur einnig að framkvæmdum í Smárahverfi í Kópavogi.

„Það er mjög áhugavert að minnka óvissu enda einn stærsti þáttur í byggingu íbúða. Með byggingu þessara íbúða að Nesvöllum þá er bæði hægt að minnka óvissu um kostað en auk þess markaðslega óvissu enda verið að framleiða íbúðir við þekktari markaðaðstæður en ef byggingatíminn væri 18 til 24 mánuðir. Samhliða er verið að auka við gæði og huga að umhverfisvænum lausnum“ segir Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa.

Fjölbýlishúsið sem Klasi byggir eru íbúðir sem eru fyrst og fremst ætlaðar fyrir eldri borgara enda í góðum tengslum við þjónustumiðstöðina á Nesvöllum. Mynd/Modulbyggingar ehf.

Áralöng reynsla á Íslandi

Norska fyrirtækið Moelven hefur áralanga reynslu af byggingu slíkra húsa á Íslandi, allt frá byggingu húsa í Vestmannaeyjum eftir Vestmannaeyjagosið til byggingu þriggja hótela í samráði við Modulbyggingar.

Sjá einnig3.000 fer­metra hótel kemur til­búið með skipi

Hótelin eru Islandia hótel árið 2005, Hótel Laxá, sem var byggt árið 2014, stækkun við Fosshótel Núpa í fyrra og svo síðast Hótel Kríu sem er verið að leggja lokahönd á og á að opna í Vík núna í sumar. Greint var frá því í Fréttablaðinu í lok mars þegar hótelið kom tilbúið með skipi til landsins.

Hótel Kría kom tilbúið til landsins á skipi í mars Mynd/Hótel Kría

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Húsnæðismál

Íbúðar­hús­næði á 7 mánuðum: „Pínu­lítið eins og LEGO“

Innlent

3.000 fer­metra hótel kemur til­búið með skipi

Innlent

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Auglýsing

Nýjast

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Félag Svanhildar hagnaðist um 464 milljónir

Þarf kraftaverk til að afkomuspá Sýnar rætist

Launa­kostnaður gæti meira en tvö­faldast

Auglýsing