Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn, sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða, var rekið með 1.393 hagnaði árið 2018. Árið áður nam hagnaðurinn 1.577 milljónum króna.

Við upphaf ársins 2018 sameinaðist Búmenn við Leigufélag Búmanna og hefur sameiningin áhrif á samanburð milli ára, segir í tilkynningu.

Rekstrarafkoma fyrir matsbreytingar fasteigna og fjármagnsliða nam tæpum 709 milljónum króna árið 2018 en tekjufærsla vegna masbreytinga og söluhagnaðar fasteigna var 2.104 milljónir króna. Ekki kemur fram í tilkynningunni hverjar fjárhæðirnar árið áður voru.

Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 1.035 milljónir króna árið 2018 samanborið við 771 milljón króna árið áður.

Eignir félagsins námu 20.441 milljón króna við árslok 2018 samanborið við 14.469 milljónir króna árið áður. Eiginfjárhlutfall var 27 prósent.