Erlent

Buchheit lætur af störfum

Lee Buchheit Fréttablaðið/Vilhelm

Lee Buchheit, fyrrverandi formaður íslensku samninganefndarinnar um Icesave samningana, hefur látið af störfum hjá lögmannastofunni Cleary Gottlieb Steen & Hamilton eftir 43 ár í starfi.

Þetta kemur fram í frétt Financial Times sem segir að vogunarsjóðir geti nú andað léttar. Buchheit, sem er bandarískur lögmaður, hefur verið viðriðinn margar stórar samningaviðræður í tengslum við skuldavanda þjóðríkja. Hann tilkynnti skjólstæðingum sínum um starfslokin í tölvupósti.

„Ég er að hætta hjá stofunni; ég er ekki að hætta í lífinu. Ég mun halda áfram að fylgjast með þróun alþjóðlegra fjármálamarkaða,“ skrifaði hann.

Buchheit var sem kunnugt er fenginn til að aðstoða ís­lensk stjórn­völd í Ices­a­ve-deil­unni. Undir forystu Buchheit náði samninganefndin mun betri samningum en forveri hennar

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Laxeldi

Hús­leitir hjá eig­anda Arnar­lax

Erlent

Sviss­neski bankinn UBS fær 500 milljarða sekt

Erlent

Banna skortsölu með bréf í Wirecard

Auglýsing

Nýjast

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Auglýsing