Innlent

Býðst til að kaupa minni­hluta­eig­endur út

Landsbankinn hefur þrisvar áður gefið hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum, síðast í febrúar 2017.

Býðst Landsbankinn því til að kaupa hvern hlut á genginu 9,9787. Fréttablaðið/Andri Marinó

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans í vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 72,5 milljónum hluta eða sem nemur 0,3 prósentum af útgefnu hlutafé. Það samsvarar stærð þess eignarhlutar sem aðrir en ríkissjóður og bankinn sjálfur eiga.

Landsbankinn hefur þrisvar áður gefið hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum, síðast í febrúar 2017.

Landsbankinn býðst til að kaupa hluti af hluthöfum á endurkaupatímabili sem stendur frá og með 10. desember 2018 til og með 20. desember 2018. Býðst Landsbankinn því til að kaupa hvern hlut á genginu 9,9787 á endurkaupatímabilinu.

Heildarfjöldi hluta í bankanum er 24.000 milljón hlutir. Fjöldi hluthafa í bankanum er 931. Ríkissjóður á um 23.567 milljón hluti eða um 98,2 prósent af útgefnum hlutum. Bankinn á um 360,5 milljónir eigin hluti eða um 1,5prósent af útgefnu hlutafé. Aðrir hluthafar en ríkissjóður og bankinn eiga um 72,5 milljónir hluta eða um 0,3 prósent af útgefnu hlutafé. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mentis réttur eigandi að hlut í RB

Innlent

Hreint styrkir Votlendissjóð á afmælisdaginn

Innlent

Ásmundur setur Bríeti á laggirnar

Auglýsing

Nýjast

Iceland Seafood vill á aðalmarkað Kauphallar

Brunaútsala á öllu flugi hjá WOW

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Nýtt ­app Arion banka opið öllum

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Auglýsing