Innlent

Býðst til að kaupa minni­hluta­eig­endur út

Landsbankinn hefur þrisvar áður gefið hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum, síðast í febrúar 2017.

Býðst Landsbankinn því til að kaupa hvern hlut á genginu 9,9787. Fréttablaðið/Andri Marinó

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans í vor.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 72,5 milljónum hluta eða sem nemur 0,3 prósentum af útgefnu hlutafé. Það samsvarar stærð þess eignarhlutar sem aðrir en ríkissjóður og bankinn sjálfur eiga.

Landsbankinn hefur þrisvar áður gefið hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum, síðast í febrúar 2017.

Landsbankinn býðst til að kaupa hluti af hluthöfum á endurkaupatímabili sem stendur frá og með 10. desember 2018 til og með 20. desember 2018. Býðst Landsbankinn því til að kaupa hvern hlut á genginu 9,9787 á endurkaupatímabilinu.

Heildarfjöldi hluta í bankanum er 24.000 milljón hlutir. Fjöldi hluthafa í bankanum er 931. Ríkissjóður á um 23.567 milljón hluti eða um 98,2 prósent af útgefnum hlutum. Bankinn á um 360,5 milljónir eigin hluti eða um 1,5prósent af útgefnu hlutafé. Aðrir hluthafar en ríkissjóður og bankinn eiga um 72,5 milljónir hluta eða um 0,3 prósent af útgefnu hlutafé. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Innlent

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Innlent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Auglýsing

Nýjast

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

Seldi Íslendingum fasteignir á Spáni fyrir 1,2 milljarða

Arion lækkaði um 2,6 prósent í kjölfar uppgjörs

Auglýsing