Innlent

Brynjólfur til Íslandssjóða

Brynjólfur Stefánsson starfaði um árabil hjá Morgan Stanley í New York.

Brynjólfur Stefánsson, sem starfaði um árabil hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley, hefur verið ráðinn til Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sem sjóðstjóri.

Brynjólfur starfaði á árunum 2006 til 2016 hjá Morgan Stanley í New York þar sem hann stýrði afleiðubók bankans í hráolíu. Þar áður starfaði hann um tveggja ára skeið í áhættustýringu Íslandsbanka. Brynjólfur er með BS-gráður í iðnaðarverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá Columbia-háskólanum í New York.

Eignir í stýringu Íslandssjóða námu alls 251 milljarði króna í árslok 2017 en hagnaður félagsins nam 183 milljónum króna og jókst um tæplega 90 prósent á milli ára. Starfsmenn Íslandssjóða voru 19 talsins í lok síðasta árs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing