Innlent

Brynjólfur til Íslandssjóða

Brynjólfur Stefánsson starfaði um árabil hjá Morgan Stanley í New York.

Brynjólfur Stefánsson, sem starfaði um árabil hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley, hefur verið ráðinn til Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sem sjóðstjóri.

Brynjólfur starfaði á árunum 2006 til 2016 hjá Morgan Stanley í New York þar sem hann stýrði afleiðubók bankans í hráolíu. Þar áður starfaði hann um tveggja ára skeið í áhættustýringu Íslandsbanka. Brynjólfur er með BS-gráður í iðnaðarverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá Columbia-háskólanum í New York.

Eignir í stýringu Íslandssjóða námu alls 251 milljarði króna í árslok 2017 en hagnaður félagsins nam 183 milljónum króna og jókst um tæplega 90 prósent á milli ára. Starfsmenn Íslandssjóða voru 19 talsins í lok síðasta árs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Nýsköpun

Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi

Viðskipti

Vilhjálmur með hálfan milljarð í eigið fé

Auglýsing

Nýjast

170 milljónir farið í styrk­veitingar vegna „Brot­hættar byggðar“

Lág­gjalda­flug­fé­lögin í Evrópu sýna tennurnar

Leigusalar í mál við House of Fraser

Telia kaupir Bonnier fyrir 106 milljarða króna

Stjórnendur stálrisa sóttir til saka

Minni fólksfjölgun á milli ára

Auglýsing