Innlent

Brynjólfur til Íslandssjóða

Brynjólfur Stefánsson starfaði um árabil hjá Morgan Stanley í New York.

Brynjólfur Stefánsson, sem starfaði um árabil hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley, hefur verið ráðinn til Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sem sjóðstjóri.

Brynjólfur starfaði á árunum 2006 til 2016 hjá Morgan Stanley í New York þar sem hann stýrði afleiðubók bankans í hráolíu. Þar áður starfaði hann um tveggja ára skeið í áhættustýringu Íslandsbanka. Brynjólfur er með BS-gráður í iðnaðarverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá Columbia-háskólanum í New York.

Eignir í stýringu Íslandssjóða námu alls 251 milljarði króna í árslok 2017 en hagnaður félagsins nam 183 milljónum króna og jókst um tæplega 90 prósent á milli ára. Starfsmenn Íslandssjóða voru 19 talsins í lok síðasta árs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Landsbankinn sýknaður af kröfum KSÍ

Innlent

TripAdvisor kaupir Bókun ehf.

Hvalveiðar

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Auglýsing

Nýjast

Markaðurinn

„Yrsa er einn besti höfundur í heimi“

Erlent

Wells Far­go gert að greiða milljarðs dala sekt

Viðskipti

Milljarða yfirtaka þvert á vilja stærsta hluthafans

Ferðaþjónusta

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Markaðurinn

Selja allt sitt í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Innlent

Landsliðsþjálfari og 66°Norður verðlaunuð

Auglýsing