Innlent

Brynjólfur til Íslandssjóða

Brynjólfur Stefánsson starfaði um árabil hjá Morgan Stanley í New York.

Brynjólfur Stefánsson, sem starfaði um árabil hjá bandaríska fjárfestingarbankanum Morgan Stanley, hefur verið ráðinn til Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sem sjóðstjóri.

Brynjólfur starfaði á árunum 2006 til 2016 hjá Morgan Stanley í New York þar sem hann stýrði afleiðubók bankans í hráolíu. Þar áður starfaði hann um tveggja ára skeið í áhættustýringu Íslandsbanka. Brynjólfur er með BS-gráður í iðnaðarverkfræði og tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálaverkfræði frá Columbia-háskólanum í New York.

Eignir í stýringu Íslandssjóða námu alls 251 milljarði króna í árslok 2017 en hagnaður félagsins nam 183 milljónum króna og jókst um tæplega 90 prósent á milli ára. Starfsmenn Íslandssjóða voru 19 talsins í lok síðasta árs.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Íslensk verðbréf kaupa Viðskiptahúsið

Innlent

Icelandair hækkar í fyrstu viðskiptum

Innlent

Ásett fer­metra­verð ný­bygginga hækkað í borginni

Auglýsing

Nýjast

Mun líklegri til að skilja við maka en skipta um banka

Hvítbókin: Ríkið selji í bönkunum

SFS segir alvarlegt að Ágúst fari rangt með mál

Hagkerfið tapar milljörðum á umferðartöfum

Seðlabankinn skýri stefnu sína um inngrip

Kaupir skulda­bréf til baka fyrir 21 milljarð króna

Auglýsing