Bryn­dís Silja Pálma­dóttir hefur verið ráðin sem ráð­gjafi hjá sam­skipta­fyrir­tækinu Aton.JL.

Bryn­dís er með BA gráðu í al­mennri bók­mennta­fræði frá HÍ og MA gráðu í Mið-Austur­landa­fræði og arabísku frá SOAS Uni­versity of London með á­herslu á stjórn­mál svæðisins.

Hún kemur til Aton.JL frá pólitíska ráð­gjafa­fyrir­tækinu Atlas Partners í Lundúnum þar sem hún starfaði í rann­sóknar­teymi fyrir­tækisins. Áður starfaði hún sem blaða­maður Frétta­blaðinu og Frétta­tímanum.