Brimgarðar fara með 5,2 prósent atkvæða í fasteignafélaginu Reginn, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar.

Beint eignarhald Brimgarða á hlutabréfum í Reginn jókst úr 1,6 prósent í 2,5 prósent. Markaðsvirði hinna keyptu hlutabréfa er 236 milljónir króna.

Auk þess er fjárfestingafélagið með samning um framvirk kaup á 2,7 prósenta hlut í Reginn. Framvirkisamningurinn rennur sitt skeið á enda hinn 30. september.

Það sem af er ári hafa hlutabréf Regins fallið um 29 prósent en þau hafa hækkað um níu prósent á einum mánuði.

Brimgarðar er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna. Fjölskyldan á heildverslunina Mata.