Polestar, sænskur framleiðandi rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur hafið sölu á Íslandi með Polestar 2 rafbílnum. Umboðsaðili er Brimborg en Volvo er systurfyrirtæki Polestar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Ég trúi því að sérhæft, hágæða rafbílamerki á borð við Polestar sem státar af afburða aksturseiginleikum muni hrista rækilega upp í bílamarkaðnum og leggjast af krafti á árarnar með okkur Íslendingum við að ná metnaðarfullu markmiði Íslands um að verða fyrsta jarðefnaeldsneytislausa landið í heiminum árið 2050. Við hjá Brimborg erum eðlilega mjög spennt fyrir því að vera orðin opinber umboðsaðili Polestar á Íslandi,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Polestar Space sýningarsalur opnar í Reykjavík hjá Brimborg þann 25. nóvember næstkomandi en stærri, varanlegur, Polestar Destination sýningarsalur opnar í Brimborg á fyrsta fjórðungi ársins 2022.

Polestar 2 var heimsfrumsýndur árið 2020 og hlaut mikið lof frá. Bíllinn er margverðlaunaður. Hann hlaut titilinn „Bíll ársins“ í Noregi og Sviss, var kosinn besti alhliða rafbíllinn af BBC Top Gear Magazine, hlaut Red Dot-verðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun og eftirsótta titilinn „Gullna stýrið“ í Þýskalandi.

Polestar 2 verður í boði á Íslandi með stóra 78 kWh drifrafhlöðu og tvo rafmótora sem skapar fjórhjóladrifsgrip með heildarafköstum sem nema 300 kW / 408 hestöfl og 660 Nm togi. Auk ríkulegs staðalbúnaðar er Pilot pakki í boði sem inniheldur háþróaða akstursstuðningstækni og uppfærða innilýsingu ásamt mörgu öðru.