Á hluthafafundi Brims ehf. sem haldinn var í dag var ákveðið að fyrirtækið skyldi breyta um nafn í Útgerðarfélag Reykjavík. Framkvæmdastjóri félagsins, Ægir Páll Friðbertsson, lét af störfum í gær og mun Runólfur Viðar Guðmundsson taka við taumunum.

Útgerðarfélag Reykjavíkur — áður Brim — gerir út togarana Guðmund í Nes og Kleifaberg en samtals fengu þeir úthlutað rúmum 15,5 þorskígildistonnum fyrir yfirstandandi fiskiveiðiár.