Brim er komið undir lögbundið þak á aflaheimildum sem er tólf prósent, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fram kom í fjölmiðlum fyrr í mánuðinum að Brim héldi á 13 prósent aflaheimilda sem rekja mætti til að útgerðin fékk úthlutað loðnukvóta í október.

Úthlutunin á aflaheimildum í loðnu í október hafði mikil áhrif á heildarþorskígildistonn greinarinnar í heild. Hlutur loðnu er nú 37,4 prósent eftir að hafa verið 0 prósent undanfarin þrjú veiðiár, að því er segir í tilkynningu Brims.

Brim seldi 5,84 prósent aflahlutdeild í loðnu og 0,2 prósent aflahlutdeild fyrir 3,4 milljarða til Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra og aðaleiganda Brims.

Samhliða sölu aflahlutdeildar var gerður samningur þar sem Brim hefur kauprétt á 5,84 prósent aflahlutdeild í loðnu verði breyting á þorskígildsstuðlum.