„Stafræn umbreyting og sjálfvirknivæðing hafa leitt af sér gríðarlegar breytingar á kauphegðun. Núverandi ástand hefur hraðað þessari þróun enn frekar,“ segir Alex Moyle, höfundur bókarinnar Business Development Culture, sem verður með gagnvirkt vefvarp hjá Origo á morgun, 26. maí, þar sem hann fjallar um tækifæri í kjölfar COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Alex er þrautreyndur þegar kemur að því að hjálpa fyrirtækjum að efla viðskiptaþróun með þátttöku starfsfólks úr öllum deildum fyrirtækisins. Í vefvarpinu leggur Alex áherslu á að fá endurgjöf og innlegg frá áhorfendum á meðan það stendur yfir. Meðal þess sem Alex mun fjalla um í sínu vefvarpi er að fyrirtæki verða að breyta uppbyggingu starfseminnar og meta hvort viðskiptamódelið er enn í fullu gildi.

Hann segir að það sé mikilvægt að starfsfólkið taki þátt í breytingunum af fullum krafti til að tryggja að fyrirtækið haldi velli.