Davíð Stefáns­son sem verið hefur annar rit­stjóra Frétta­blaðsins mun nú láta af starfi rit­stjóra. Sunna Karen Sigur­þórs­dóttir, annar rit­stjóra fretta­bladid.is og hring­braut.is lætur einnig af störfum. Báðum eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf og þeim óskað vel­farnaðar.

Tveir frétta­stjórar verða ráðnir að Frétta­blaðinu, þeir Garðar Örn Úlfars­son og Ari Brynjólfs­son. Þeir hafa undan­farið verið í starfi á blaðinu og eru marg­reyndir í frétta- og blaða­mennsku.

Kristjón Kormákur Guð­jóns­son, verður einn rit­stjóri fretta­bladid.is og hring­braut.is.

Enn­fremur verður Jón Þóris­son rit­stjóri Frétta­blaðsins og á­byrgðar­maður, jafn­framt aðal­rit­stjóri.

Þá kemur Markaðurinn, fylgi­rit Frétta­blaðsins um við­skipti, efna­hags­mál og at­vinnu­líf, út í aukinni út­gáfu í fyrsta sinn á morgun. Um er að ræða tuttugu síðna blað sem dreift verður ó­keypis sér­stak­lega til for­svars­manna fyrir­tækja á dreifingar­svæði Frétta­blaðsins. Rit­stjóri Markaðarins er Hörður Ægis­son, svo sem verið hefur.

For­stjóri Torgs er Jóhanna Helga Viðars­dóttir.