Flug­fé­lagið Icelandair hefur til­kynnt um breytingar við inn­ritunar­ferli far­angur á Kefla­víkur­flug­velli. Far­þegum stendur nú til boða að inn­rita far­angur sinn kvöldið fyrir flug.

Þjónustan verður í boði á milli 19 og 22 kvöldið fyrir bókað flug. Far­þegar geta því mætt beint í öryggis­leit á vellinum og ein­faldað ferða­lagið sitt.

Farið var í þessar breytingar þar sem Isavia stendur í miklum breytingum á far­angurs­böndum í brott­farar­sal, sem getur þýtt lengri bið­tími fyrir far­þega. Inn­ritun kvöldið áður gæti því komið í veg fyrir lengri af­greiðslu­tíma.

Þá hafa Icelandair og Öryggis­mið­stöðin hafið sam­starf og stendur far­þegum til boða að far­angurinn þeirra verði sóttur heim og inn­ritaður fyrir þá. Þjónustan verður í boði fyrir far­þega á höfuð­borgar­svæðinu sem hafa inn­ritað sig raf­rænt. Far­þegar bóka þjónustu Öryggis­mið­stöðvarinnar í gegnum vefinn bag­drop.is og þar er einnig að finna verð­skrá.

„Við erum alltaf að leita leiða til að auka þjónustu­fram­boð okkar og við viljum leggja okkur fram um að draga úr á­hrifum sem fram­kvæmdir á Kefla­víkur­flug­velli hafa á far­þega. Þess vegna er mjög spennandi að kynna þessar tvær leiðir fyrir far­þega til þess að auð­velda ferða­lagið og stytta tímann sem fer í inn­ritun á flug­vellinum. Við hlökkum til að sjá við­tökur far­þega við þjónustunni,“ segir Sylvía Kristín Ólafs­dóttir, fram­kvæmdar­stjóri markaðs­mála og þjónustu hjá Icelandair.