Stjórn Forlagsins hefur fengið Árna Einarsson til að taka að sér stöðu framkvæmdastjóra uns nýtt fólk hefur verið ráðið til starfa og munu Þórhildur og Egill leggja honum og félaginu lið þangað til. Hólmfríður Matthíasdóttir verður áfram útgefandi Forlagsins
„Ég hef unnið sem fjármálastjóri frá stofnun Forlagsins og kveð afar þakklát og ánægð fyrir allan þann tíma og þau tækifæri sem ég hef fengið,” segir Þórhildur Garðarsdóttir.
„Ég kveð Forlagið afar stoltur og sáttur. Í dag er Forlagið ekki bara leiðandi bókaútgefandi heldur rekur það jafnframt stærstu bókaverslun landsins að Fiskislóð og auk þess stærstu netverslun á Íslandi með bækur. Fyrirtækið stendur á tímamótum og ég er sannfærður um að það verði áfram leiðandi á sínu sviði,“ segir Egill Örn Jóhannsson.
„Við kunnum Þórhildi og Agli miklar þakkir fyrir einstaklega fórnfúst starf í þágu félagsins frá stofnun og óskum þeim alls góðs í framtíðinni og vitum sem er, að öllum breytingum fylgja ný tækifæri,“ segir stjórn Forlagsins.