Stjórn For­lagsins hefur fengið Árna Einars­son til að taka að sér stöðu fram­kvæmda­stjóra uns nýtt fólk hefur verið ráðið til starfa og munu Þór­hildur og Egill leggja honum og fé­laginu lið þangað til. Hólm­fríður Matthías­dóttir verður á­fram út­gefandi For­lagsins

„Ég hef unnið sem fjár­mála­stjóri frá stofnun For­lagsins og kveð afar þakk­lát og á­nægð fyrir allan þann tíma og þau tæki­færi sem ég hef fengið,” segir Þór­hildur Garðars­dóttir.

„Ég kveð For­lagið afar stoltur og sáttur. Í dag er For­lagið ekki bara leiðandi bóka­út­gefandi heldur rekur það jafn­framt stærstu bóka­verslun landsins að Fiski­slóð og auk þess stærstu net­verslun á Ís­landi með bækur. Fyrir­tækið stendur á tíma­mótum og ég er sann­færður um að það verði á­fram leiðandi á sínu sviði,“ segir Egill Örn Jóhanns­son.

„Við kunnum Þór­hildi og Agli miklar þakkir fyrir ein­stak­lega fórn­fúst starf í þágu fé­lagsins frá stofnun og óskum þeim alls góðs í fram­tíðinni og vitum sem er, að öllum breytingum fylgja ný tæki­færi,“ segir stjórn For­lagsins.