Fyrirtækið þróar gagnalausnina exMon sem hjálpar fyrirtækjum að bæta gæði gagna í viðskiptaferlum sínum og þannig koma í veg fyrir fjárhagslegt tjón, s.s. tekjuleka. Yfir 150 fyrirtæki á Íslandi og víðar nota exMon til að bæta rekstur sinn.

„Við höfum undanfarið náð góðum árangri á Norðurlöndunum, sem styrkir okkur í þeirri trú að það sé umtalsverð þörf fyrir exMon utan landsteinanna. Síðastliðið vor réðum við fyrsta starfsfólkið í Danmörku og erum nú með stóra endursöluaðila sem eru að sjá mikil tækifæri fyrir exMon á sínum mörkuðum. Það er mikill vöxtur fram undan og nauðsynlegt að styðja hann vel“, segir Gunnar Steinn.

Sindri ráðinn framkvæmdastjóri Expectus

Samhliða þessum breytingum hefur Sindri Sigurjónsson, áður stjórnarformaður Expectus, verið ráðinn framkvæmdastjóri Expectus. Með þessum breytingum verður settur enn skarpari fókus á að styðja íslensk fyrirtæki í því að skilgreina skýra stefnu og koma henni í framkvæmd með því að nýta sér gögn til ákvarðanatöku.

„Hlutverk Expectus hefur frá upphafi verið að skila framúrskarandi árangri til okkar viðskiptavina með því að finna bestu lausnir hvaðanæva að, laga að íslenskum aðstæðum og gera þær enn betri. Við erum sífellt að bæta í þjónustu- og lausnaframboð okkar og miðum ávallt við að bjóða viðskiptavinum þær lausnir sem henta þeim og þeirra starfsemi. Þannig festum við okkur ekki við einn framleiðanda heldur veljum besta kostinn hverju sinni,“ segir Sindri.

Hjá Expectus og ExMon Software starfa um 40 ráðgjafar og hugbúnaðarsérfræðingar í því að innleiða gagnadrifna menningu hjá íslenskum fyrirtækjum. Expectus er Fyrirtæki ársins hjá VR árið 2022.