Þegar staðið er andspænis ófyrirséðum atburðum á borð við kórónaveiruna verður breyta um hugarfar, rétt eins og gert er í stríði, segir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, í grein sem birt var í Financial Times.

Efnahagsáfallið er ekki vegna hagsveiflu. Þeir sem verða fyrir tekjumissi bera enga á ábyrgð á stöðunni. Kostnaðurinn við að bíða kann að vera óafturkræfur. Fyrirtæki draga saman seglin og segja upp fólki. „Djúp kreppa er óhjákvæmileg,“ segir hann.

Draghi leggur til að ríki leggi bönkum til fé sem þeir láni fyrirtækjum á núll prósent vöxtum í því skyni að bjarga störfum. Um væri að ræða ríkistryggð lán.

Draghi segir að tekjutap einkageirans og lán sem séu fyrirtækjum nauðsynleg til að mæta áfallinu þurfi að öllu eða einhverju leyti að færa á efnahagsreikning hins opinbera. Ljóst sé að leiðin úr ógöngunum muni auka verulega við opinberar skuldir.

„Það er hið rétta hlutvek ríkisins að nýta efnahagsreikning sinn til að verja íbúa og hagkerfið fyrir áfalli sem einkageirinn ber ekki ábyrgð á og getur ekki tekist á við,“ segir Draghi.