Bretar glíma nú við sér­stak­lega erfiða stöðu þegar kemur að efna­hags­málum í landinu en rúm­lega 20 prósent sam­dráttur varð á breska hag­kerfinu í apríl. Sam­drátturinn hefur aldrei verið meiri á einum mánuði í sögu Bret­lands en í efna­hags­kreppunni árið 2008 fór sam­drátturinn aldrei yfir eitt prósent á mánuði.

Líkt og áður hefur verið greint frá hófu Bretar að af­létta tak­mörkunum sem höfðu verið í gildi í upp­hafi mánaðarins. Út­göngu­bann hafði þá verið í gildi frá því í lok mars og fjöl­mörg fyrir­tæki neyddust til að loka á þeim tíma sem hafði gífur­leg á­hrif á efna­hags­lífið.

Vona að langtímaáhrif verði lítils háttar

Að því er kemur fram í frétt BBC um málið sagðist banka­stjóri Eng­lands­banka, Andrew Bail­ey, vera við­búinn til að taka á málinu en bætti við að þau hafi búist við slíkum sam­drætti. „Auð­vitað er þetta dramatísk og stór tala en hún kemur okkur í rauninni ekki á ó­vart,“ sagði Bail­ey og bætti við að efna­hags­lífið væri loksins að fara aftur af stað.

Þrátt fyrir að unnið sé að af­léttingu tak­markanna er enn ó­ljóst hvaða lang­tíma­á­hrif CO­VID-19 heims­far­aldurinn muni hafa á hag­kerfið. Að sögn Bail­ey verður allt gert til að bregðast við þeim á­hrifum en segist vona að á­hrifin verða lítils háttar.

Um það bil 9 milljónir starfs­manna í Bret­landi fá nú hluta launa sína greidd af stjórn­völdum og hefur verk­efnið kostað ríkis­stjórnina hátt í tuttugu milljarða punda. Þá hafa einnig 2,6 milljón manns sótt um at­vinnu­leysis­bætur og hefur það kostað ríkis­stjórnina 7,5 milljarða. Talið er að ef ekki væri fyrir að­gerðir stjórn­valda hefði sam­dráttur í hag­kerfinu orðið enn meiri.

Erfið staða á heimsvísu

For­sætis­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, varaði við að erfiðir mánuðir yrðu fram undan en sagðist full­viss um að Bretar kæmust í gegnum þá. „Við efuðumst aldrei að þetta yrði mjög al­var­leg ógn í heil­brigðis­málum en þetta er hefur einnig mjög stórar hliðar­verkanir á efna­hags­lífið,“ sagði John­son.

Fleiri ríki heims glíma einnig við erfið­leika í hag­kerfinu en greint var frá því í gær að fjár­mála­vísi­tölur í Banda­ríkjunum hefðu ekki verið lægri frá því um miðjan mars. Vísi­tölur í Japan, Hong Kong, Kína, Þýska­landi og Frakk­landi hrundu sömu­leiðis en margir óttast nú aðra bylgju kóróna­veirufar­aldursins.