Árs­skýrsla Ís­lands­pósts fyrir árið 2022 var gefin út í dag og segir í til­kynningu frá fé­laginu að niður­stöður skýrslunnar bendi til þess að hag­ræðingar hafi skilað árangri þrátt fyrir á­skoranir.

Ís­lands­póstur segir að aukin sam­keppni á póst­markaði, hækkun launa, vaxta­hækkanir, á­hrif stríðsins í Úkraínu, sem og hærra elds­neytis­verð hafi haft á­hrif á af­komu Póstsins. Auk þess dró úr inn­lendri net­verslun á milli ára, sér­stak­lega eftir af­léttingu sam­komu­tak­markanna.

Á árinu fjölgaði póst­boxum einnig úr 47 í 62 og stefnt er að enn frekari fjölgun á þessu ári. Mönnuðum af­hendingar- og mót­töku­stöðvum var fækkað á árinu og þess í stað er póst­þjónustan veitt með póst­boxum og póst­bílum í meira mæli en áður.

Bréfum hefur einnig fækkað um tæp 80 prósent frá 2010 og heldur á­fram að fækka. Í kjöl­far þess var tekin á­kvörðun í maí á síðasta ár um það að dreifa bréfum að­eins tvisvar í viku eins og lög gera ráð fyrir.

„Þótt verk­efnin breytist og á­hersla á pakka­sendingar aukist er hlut­verk Póstsins ó­breytt, að tengja fólk, fyrir­tæki og sam­fé­lög með því að miðla vörum, gögnum og upp­lýsingum til við­skipta­vina um allt land og víða ver­öld,“ segir Þór­hildur Ólöf Helga­dóttir, for­stjóri Póstsins.

Þór­hildur segir að eitt stærsta verk­efni Póstsins í lofts­lags­málum eru orku­skipti bíla­flotans en bíl­stjórar á vegum Póstsins óku um 5,2 milljónir kíló­metra árið 2022.

Pósturinn hyggst breyta þessu og verða allar sendingar fluttar smám saman með um­hverfis­vænan máta og verður allt landið gert að grænu dreifingar­svæði. "Þess má geta að bréfa­út­burður í þétt­býli er nú þegar grænn þar sem raf­magns­póst­hjól, sem fóru um 350 þúsund km á árinu, eru nýtt við dreifinguna,“ segir Þór­hildur að lokum.