Innlent

Bréf í Högum hækka eftir samþykki eftirlitsins

Hlutabréf í Högum ruku upp í verði í Kauphöllinni í morgun eftir að Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaup félagsins á Olís.

Fréttablaðið/Eyþór

Hlutabréf í Högum ruku upp um meira en 4,5 prósent í verði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti yfirtöku verslunarrisans á Olís. Hlutabréfaverð Icelandair Group hækkaði jafnframt um 4,6 prósent þegar markaðir opnuðu í morgun eftir um 9,8 prósenta hækkun í gær.

Fjárfestar virðast hafa tekið vel í fregnir af samkomulagi Haga og Samkeppniseftirlitsins, sem tilkynnt var um í gærkvöldi, en hlutabréf félagsins hækkuðu um allt að 4,8 prósent í verði í umtalsverðri veltu í fyrstu viðskiptum dagsins.

Samkvæmt sáttinni samþykkir Samkeppniseftirlitið kaup Haga á Olís gegn ákveðnum skilyrðum en Högum ber meðal annars að selja þrjár Bónusverslanir, að Faxafeni, Hallveigarstíg og Smiðjuvegi, fimm bensínstöðvar Olís og ÓB og dagvöruverslun Olís í Stykkishólmi.

Högum er óheimilt að framkvæma samrunann fyrr en sölu umræddra eigna er lokið en í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær kom fram að það hefði þegar undirritað kaupsamninga um eignirnar. Á næstu vikum mun Samkeppniseftirlitið meta hæfi kaupendanna en vonir Haga sanda til þess að því hæfismati verði lokið í síðasta lagi um miðjan nóvember.

Í samkomulagi Haga og Olís er heildarvirði olíufélagsins 16.082 milljónir króna og nettó vaxtaberandi skuldir 5.928 milljónir króna. Kaupverð hlutafjár er því 10.154 milljónir króna. Skrifað var undir kaupsamning um viðskiptin í lok apríl í fyrra.

Frétt Fréttablaðsins: Náðu sátt um kaupin á Olís

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing