Auglýsingastofan Brandenburg er flutt í Grósku, hús hugmynda og nýsköpunar í Vatnsmýri. Fyrir á fleti eru meðal annars hugbúnaðarfyrirtækið CCP, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Fjártækniklasann, Icelandic Startups, Ferðaklasann, Auðnu tæknitorg og Vísinda- og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, er ánægður með nýju húsakynnin. „Þegar til stóð að flytja skoðuðum við marga áhugaverða kosti. En eftir að hafa skoðað Grósku fundum við strax að ekki þurfti að leita lengra. Það er líka skemmtileg tilviljun að við fengum á sínum tíma það verkefni að finna húsinu nafn. Það má því segja að hugmyndin hafi strax byrjað að gerjast árið 2016. Byggingin er eftirtektarverð og maður fann strax að þar yrði spennandi að hefja nýjan kafla með Brandenburg. Þá eru nágrannarnir í húsinu að fást við spennandi verkefni sem hefur jákvæð og hvetjandi áhrif. Við höfum frá upphafi lagt áherslu á árangursdrifna hugmyndavinnu og því vel við hæfi að flytja í Grósku, hús hugmynda og nýsköpunar,“ segir hann.