Verka­fólk á höfuð­borgar­svæðinu vinnur einnig lengri vinnu­viku og er heildar­munur launa 21.000 krónur, verka­fólki á Akur­eyri í vil.

Full­vinnandi Eflingar­fólk vinnur að jafnaði 45,7 klukku­stund á viku en hjá Einingu-Iðju er vinnu­vikan að 44 klukku­stundir á viku.

Báðar kannanir voru gerðar síðast­liðið haust, áður en nýir kjara­samningar voru gerðir. Könnun Einingar-Iðju nær til launa og vinnu­tíma í septem­ber og könnun Eflingar nær til launa og vinnu­tíma í ágúst.

Efling vísar í kröfu um 15.000 króna fram­færslu­upp­bót og bendir meðal annars á að í­búar á höfuð­borgar­svæðinu búa við hærri hús­næðis­kostnað en annars staðar á landinu og hefur lægri laun en sam­bæri­legur hópur á Akur­eyrar­svæðinu