Verkafólk á höfuðborgarsvæðinu vinnur einnig lengri vinnuviku og er heildarmunur launa 21.000 krónur, verkafólki á Akureyri í vil.
Fullvinnandi Eflingarfólk vinnur að jafnaði 45,7 klukkustund á viku en hjá Einingu-Iðju er vinnuvikan að 44 klukkustundir á viku.
Báðar kannanir voru gerðar síðastliðið haust, áður en nýir kjarasamningar voru gerðir. Könnun Einingar-Iðju nær til launa og vinnutíma í september og könnun Eflingar nær til launa og vinnutíma í ágúst.
Efling vísar í kröfu um 15.000 króna framfærsluuppbót og bendir meðal annars á að íbúar á höfuðborgarsvæðinu búa við hærri húsnæðiskostnað en annars staðar á landinu og hefur lægri laun en sambærilegur hópur á Akureyrarsvæðinu
