Samningurinn er mikilvægur þáttur í áformum ZO•ON um að hasla sér frekari völl í netverslun. Samhliða þessu opnaði ZO•ON nýja netverslun sem hönnuð var í samstarfi við breska fyrirtækið Eastside Co.

„Það eru yfir 100 vörumerki sem sækjast eftir því að komast að með sínar vörur hjá BOOZT. Við erum því gríðarlega stolt af þessum samningi við BOOZT enda mikil vinna verið lögð í að komast þangað inn,“ segir Halldór Örn Jónsson framkvæmdastjóri ZO•ON. Hann segir jafnframt að samningurinn muni hjálpa mikið til við frekari útflutning og útbreiðslu vörumerkisins.

„Við hjá Boozt erum spennt að bæta ZO•ON við fjölskyldu okkar af gæða útivistarmerkjum," sagði Katinka Island, Innkaupastjóri hjá Boozt. "Við erum þess fullviss að ZO•ON vörumerkið muni falla vel að alþjóðlegum vörumerkjum sem eru til sölu á síðunni okkar og að samstarfið muni vera farsælt fyrir báða aðila.“

ZO•ON er íslenskt borgar- og útivistarfatamerki sem stofnað var árið 1994. Þumalputtareglan í hönnun ZO•ON er notagildi – að fegurðin felist í smáatriðunum. Hver saumur, brot og útlína skiptir höfuðmáli og er litavalið innblásið af íslenskri náttúru.