Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bónus.

„Þar sem að margir verða á ferð og flugi í lok verslunarmannahelgar viljum við hvetja landsmenn til þess að huga tímanlega að innkaupum á matvöru þar sem að allar okkar verslanir verða lokaðar næstkomandi mánudag. Það er okkur ljúft og skylt að loka öllum okkar verslunum svo að okkar starfsfólk geti tekið virkan þátt í frídegi verslunarmanna,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.