Bóka­búð og kaffi­hús Máls og menningar hefur verið lokað um ó­á­kveðinn tíma. Þetta stað­festir Arn­dís Björg Sigur­geirs­dóttir, annar eig­andi Máls og menningar, í sam­tali við Frétta­blaðið en hún sendi út til­kynningu um lokunina á Face­book-síðu bóka­búðarinnar.


Arn­dís gat ekki gefið nánari upp­lýsingar um á­stæður lokunarinnar en í­trekaði að hún væri tíma­bundin og sagðist vona að hún opnaði aftur sem fyrst.


Í til­kynningunni á Face­book segir að upp­lýsingar um hve­nær opni aftur muni birtast á sam­fé­lags­miðlum. „Af­sökum ó­næðið og þökkum skilninginn,“ segir í til­kynningunni.

Sjáumst síðar! 😊

Posted by Bókabúð Máls og menningar on Tuesday, June 2, 2020