Innlent

Bogi: Svigrúm WOW air skekkir samkeppnisstöðu

Bogi Nils tók við stöðu forstjóra Icelandair í vetur. Fréttablaðið/Samsett mynd

Svigrúm WOW air til að greiða skuldir vegna gjalda á Keflavíkurflugvelli skekkir samkeppni flugfélaga á Íslandi að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þá sagði hann útilokað að ríkið myndi grípa inn í rekstur WOW air.

 „Auðvitað hefur þetta áhrif á okkur þegar við erum að keppa við félög sem eru að selja flugsæti langt undir kostnaðarverði eins og við erum að sjá miðað við þær fréttir sem berast af félaginu [WOW air] þá þurfa kröfuhafar að taka á sig verulegt högg,“ sagði Bogi í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun.

„Þetta virðist gert með stuðningi opinberra aðila, opinberir aðilar virðast vera að fjármagna ósjálfbæran rekstur. Það er að mínu mati mjög slæmt og skekkir samkeppnisstöðu í flugi til og frá landinu. Svo að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á okkur.“

Spurður hvort það gæti komið til þess að ríkið gripi inn í rekstur WOW air svaraði Bogi neitandi.

„Það finnst mér alveg útilokað vegna þess að það eru rúmlega 25 flugfélög að fljúga til landsins. Til lengri tíma þá mundi það alltaf hafa neikvæð áhrif að skekkja samkeppnisstöðu með þessum hætti.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Innlent

Aukinn hagnaður Júpiters

Innlent

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Auglýsing

Nýjast

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Tölu­verð verð­lækkun á fast­eigna­markaði

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Auglýsing