Banda­ríski flug­véla­fram­leiðandinn Boeing tapaði 636 milljónum Banda­ríkja­dala, eða því sem nemur 79 milljörðum ís­lenskra króna. Þetta kemur fram á vef Guar­dian en fé­lagið sendi frá sér af­komu­til­kynningu í dag.

Í frétt miðilsins kemur fram að um sé að ræða fyrsta ár­lega tap fé­lagsins í tuttugu ár. Vand­ræðin vegna MAX þotanna sem kyrr­settar voru í mars á síðasta ári eftir tvö mann­skæð flug­slys eru megin­á­stæða taps fé­lagsins að þessu sinni.

Fé­lagið skilaði 10,5 milljarða hagnaði árið á undan, 2018. Veltan dróst því saman um 24 prósent á milli ára og nam að þessu sinni 76,6 milljörðum dollara, eða um 9500 milljarða ís­lenskra króna.

Í frétt Guar­dian er haft eftir David Cal­houn, nýjum for­stjóra fé­lagsins, að heil­mikil vinna sé eftir fyrir fé­lagið til að ná sér á flug að nýju. Hann leggur á það á­herslu að öryggi verði í fyrir­rúmi í allri á­kvörðunar­töku fé­lagsins.

Fram kemur að banda­rísk flug­fé­lög búist ekki við MAX vélunum í loftið að nýju fyrr en eftir að háanna­tíma lýkur í sumar.