Banda­rísk flug­mála­yfir­völd ætla sér að hefja prufur á nýjum upp­færslum á Boeing 737 Max 8 vélunum í þessari viku. For­stjóri Boeing, Dennis Mui­len­burg, segist búast við því að vélarnar verði komnar á loft á ný í byrjun fjórða árs­fjórðungs, að því er segir í frétt CNBC.

Flug­vélar af þessari gerð hafa verið kyrr­settar frá því í mars á þessu ári eftir tvö mann­skæð flug­slys í Indónesíu og í Eþíópíu. Slysin tvö hafa verið rakin til skynjara­kerfis vélarinnar sem ýtti nefi vélanna niður í ó­þökk ­flug­manna. Boeing hefur þurft að ráða hundruð tíma­bundinna starfs­manna á meðan búnaður vélanna er yfir­færður og hug­búnaður upp­færður.

Mui­len­berg segist búast við því að fram­leiðandinn muni ljúka vinnu við breytingar á vélunum sem og þjálfun í þessum mánuði. Vélarnar verði því til­búnar til flugs í byrjun fjórða árs­fjórðungs eins og fram hefur komið. Hann viður­kennir þó að mögu­lega geti sam­þykki flug­mála­yfir­valda dregist, það verði mis­munandi.

Yfir­maður banda­rískra flug­mála­yfir­valda, Stephen Dick­son, ætlar sér að ferðast til Seatt­le til höfuð­stöðva fram­leiðandans í þessari viku og skoða sjálfur breytingar Boeing á hug­búnaði vélanna í flug­hermi. Hann segist ekki hafa ná­kvæma dag­setningu í hendi um það hve­nær vélarnar verði komnar í loftið á ný.