Stjórn Et­hi­op­i­an Air­lin­es hef­ur náð sátt­um við Bo­eing vegn­a flug­slyss­ins sem átti sér stað fyr­ir um tveim­ur og hálf­u ári þeg­ar 737 MAX Bo­eing þota hrap­að­i rétt eft­ir flug­tak og 157 lét­ust. Flug­fé­lag­ið á von á því að byrj­a að fljúg­a 737 MAX þot­un­um aft­ur í jan­ú­ar á næst­a ári.

Fram­kvæmd­a­stjór­i Et­hi­op­i­an Air­lin­es, Tew­old­e Gebr­eM­ar­i­am, sagð­i í sam­tal­i við Blo­om­berg á fimmt­u­dag að hann væri sann­færð­ur um að MAX þot­urn­ar væru núna ör­ugg­ar, það væri haf­ið yfir all­an vafa.

„Við erum á­nægð með upp­gjör­ið,“ sagð­i Gebr­eM­ar­i­am og stað­fest­i um leið að þau væru skuld­bund­in því að byrj­a að með þot­urn­ar aft­ur í á­ætl­un­ar­flug­i sínu.

Yfir­völd í Eþí­óp­ín­u hafa enn ekki af­létt kyrr­setn­ing­u 737 MAX vél­ann­a sem sett var dag­inn eft­ir flug­slys­ið í mars árið 2019 en samt er gert ráð fyr­ir því að hægt verð­i að fljúg­a þot­un­um í jan­ú­ar. Þess má geta að Et­hi­op­i­an Air­lin­es er rík­is­rek­ið flug­fé­lag.

Ekki hef­ur ver­ið gef­ið upp hver sátt­a­greiðsl­a Bo­eing var en Se­att­le Tim­es greind­u frá því í jan­ú­ar að Bo­eing hefð­i boð­ið um 500 til 600 millj­ón­ir Band­a­ríkj­a­dal­a og átti stór hlut­i af því ekki að vera í reið­u­fé held­ur af­slætt­i á flug­vél­um og við­halds­kostn­að­i. Sam­kvæmt heim­ild­um Se­att­le Tim­es var lok­a­samn­ing­ur í átt­in­a að því, eða um 280 millj­ón­ir Band­a­ríkj­a­dal­a í reið­u­fé, af­slátt­ur á flug­vél­um, ó­keyp­is við­halds­kosnt­að­ur og auk­a­hlut­ir í þrjú ár og að þau mynd­u fá nýja flug­vél í stað þeirr­a sem hrap­að­i. Sam­tals væri það um 600 millj­ón­a Band­a­ríkj­a­dal­a virð­i.

Í vik­unn­i var einn­ig til­kynnt um nýtt sam­starf flug­fé­lags­ins við Bo­eing en Bo­eing ætl­ar að opna hafa bæk­i­stöðv­ar sín­ar í Afrík­u í Addis Abab­a, höf­uð­borg Eþí­óp­í­u, og hefj­a fram­leiðsl­u flug­vél­a þar auk þess sem þjálf­un flug­mann­a og flug­tækn­a mun fara fram fram.

MAX flug­vél­arn­ar hafa ver­ið í notk­un aft­ur síð­an í desember á síð­ast­a ári og sam­kvæmt frétt Se­att­le Tim­es um mál­ið eru meir­a en 300 slík­ar far­þeg­a­vél­ar í notk­un um alla heim. Icel­and­a­ir tók sín­ar vél­ar aft­ur í notk­un snemm­a á þess­u ári.