Tekjur Bláa Lónsins á síðasta ári námu 125 milljónum evra og nam hagnaðurinn 22 milljónum evra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árs­reikningi fé­lagsins fyrir árið 2019.

Í ljósi al­var­legrar stöðu og ó­vissu vegna ársins 2020 verður ekki greiddur út arður til hlut­hafa vegna ársins 2019. Eins og kunnugt er hefur CO­VID-19 far­aldurinn haft mikil á­hrif á rekstur Bláa lónsins. Í lok maí­mánaðar var greint frá upp­sögnum rúm­lega 400 starfs­manna og þá voru laun þeirra starfs­manna sem ekki fengu upp­sögn skert.

Þrátt fyrir á­föllin á þessu ári var af­koman árið 2019 góð og skilaði fé­lagið tæp­lega 9,1 milljón evra í virðis­auka­skatt í ríkis­sjóð á síðasta ári. Þá greiðir fé­lagið 5,8 milljónir evra í tekju­skatt vegna síðasta árs. Eigin­fjár­hlut­fall Bláa Lónsins hf. Í lok árs 2019 nam 43 prósentum og var hand­bært fé frá rekstri 25,6 milljónir evra. Eignir námu 79,5 milljónum evra.

Í upp­gjöri vegna síðasta árs kemur fram að nei­kvæð á­hrif vegna CO­VID-19 verði gríðar­leg á rekstur fé­lagsins og verður rekstrar­tap þess veru­legt á árinu. Munu rekstrar­að­gerðir á næstu mánuðum miða að því að verja fé­lagið fyrir frekari á­föllum næsta vetur og í gegnum þá miklu ó­vissu sem mun á­fram ríkja í ís­lensku at­vinnu- og efna­hags­lífi.

Kveðst fyrir­tækið ætla að verða til­búið til að leiða við­spyrnu ís­lenskrar ferða­þjónustu þegar að henni kemur.