Líkams­­ræktar­­keðjan World Class opnaði í dag nýja heilsu­ræktar­­stöð á jarð­hæð í ný­byggingu Grósku í Vatns­­­mýrinni við hlið Há­­skóla Ís­lands.

Um er að ræða 2000 fer­­metra stöð sem inni­heldur full­búinn tækja­­sal með Life Fit­ness og Hammer Strength tækjum, hjóla­­sal, heitan hóp­­tíma­­sal með infra­rauðum hita í lofti og gólfi á­­samt hita og raka­­tækjum fyrir Hot Yoga og al­­mennan hóp­­tíma­­sal.

Í stöðinni er jafn­­framt heitur pottur, kaldur pottur fyrir víxl­böð og kæli­­þjálfun, infra­rauð gufa og þurrgufa.

Björn Leifs­son, eig­andi World Class, greindi ný­lega frá því að heims­far­aldurinn hefði kostað fé­lagið rúm­lega 1,3 milljarða króna. Hann kveðst hafa tapað

World Class sagði upp 90 starfs­mönnum í lok síðasta árs en Björn sagðist í sam­tali við RÚV vonast til þess að geta endur­ráðið starfs­fólkið þegar tak­mörkunum verður af­létt.

World Class veltu um 3,8 milljörðum króna árið 2019 og högnuðust um 562 milljónir króna. Í lok árs 2019 nam eigið fé fé­lagsins 1,6 milljörðum króna, skuldir 4,4 milljörðum og eignir um 6 milljörðum króna.

Þá rataði það ný­lega í fjöl­miðla að Haf­dís Jóns­dóttir sem er gjarnan kölluð Dísa í World Class fjár­festi í 150 milljón króna pent­hou­se- íbúð í Skugga­hverfinu.