Samtök gagnavera voru stofnuð árið 2012 sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins.

Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center: „Það er með ánægju sem ég tek að mér að leiða Samtök gagnavera. Mikil framtíðartækifæri eru til staðar í gagnaversiðnaði. Uppbygging gagnaversiðnaðar á Íslandi hefur styrkt upplýsingatækni- og fjarskiptaiðnað hér á landi mikið á síðustu árum enda er um að ræða nátengdar atvinnugreinar. Gagnaver gegna lykilhlutverki í stafrænum heimi og með 5G væðingunni og hröðum tæknibreytingum mun gagnamagn aukast mikið til framtíðar. Helstu samkeppnisþjóðir Íslands hafa sett sér skýr markmið um uppbyggingu gagnaversiðnaðar og við megum ekki verða eftirbátur í þeim efnum. Ég hlakka til að vinna með hagaðilum, DCI og Samtökum iðnaðarins að því að efla íslenskan gagnaversiðnað.“