Björg­vin Víkings­son hefur verið ráðinn inn­kaupa­stjóri og að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Bónus frá og með 1. maí 2023. Björg­vin hefur starfað sem for­stjóri Ríkis­kaupa frá árinu 2020 og leitt um­breytingu á stefnu og vinnu­lagi í inn­kaupum og stjórnun stofnunarinnar.

Hann er með meistara­gráðu í að­fanga­keðju­stjórnun frá ETH há­skólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í um­hverfis- og bygginga­verk­fræði frá Há­skóla Ís­lands.

Björg­vin hefur víð­tæka reynslu af inn­kaupum og vöru­stjórnun hjá al­þjóð­legum fyrir­tækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Þá hefur Björg­vin jafn­framt haldið vinnu­stofur og kennt vöru­stjórnun og stefnu­markandi inn­kaup við Há­skólann í Reykja­vík.

„Starf­semi Bónus hefur gengið vel og um­svifin aukist veru­lega, bæði vegna fjölgunar verslana og rýmri opnunar­tíma, einnig leita nú sí­fellt fleiri í hag­kvæmari verslunar­kosti í mat­vöru, en þar liggja ein­mitt á­herslur og styrkur Bónus. Þetta þýðir að það eru fleiri verk að vinna og það er virki­lega á­nægju­legt að fá nýjan og öflugan liðs­mann, Björg­vin Víkings­son, í Bónus-teymið. Bónus hefur alla tíð lagt á­herslu á hag­kvæmni í inn­kaupum á­samt því að halda rekstrar­kostnaði í lág­marki, Björg­vin verður því góður lið­styrkur og mun gera gott teymi enn betra,” segir Guð­mundur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bónus.