Ís­lenski skip­stjórinn sem var hand­tekinn af lög­reglunni í Namibíu vegna gruns um ó­lög­legar veiðar, mót­mælir því að hafa brotið af sér. Þetta sagði Björg­ólfur Jóhanns­son, for­stjóri Sam­herja, í há­degis­fréttum Bylgjunnar.

„Þetta er mál sem er í sjálfu sér ekki á vegum Sam­herja. Þetta er namibískt fé­lag sem Arn­grímur [Brynjólfsson] var að starfa hjá. Það voru á­sakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu sem ég veit ekki annað en að hann mót­mæli, en Arn­grímur mun alveg örugg­lega svara fyrir þetta,“ sagði Björg­ólfur.

Namibískir fjöl­miðlar greindu frá því í morgun að Arn­grímur Brynjólfsson hefði verið leiddur fyrir dómara, á­samt öðrum skip­stjóra, vegna gruns um ó­lög­legar veiðar undan ströndum Namibíu síðast­liðna tvo mánuði. Að­spurður sagði Björg­ólfur að um væri að ræða skipið Hein­aste.

„Ég er búinn að þekkja Arn­grím í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins. Það er ljóst að hann var stoppaður, var í yfir­heyrslu, ég taldi og hélt að það væri komin sátt í málinu en við erum að vonast að það sé að leysast núna. Ég er ekkert alveg inni í deta­ilum í þessu máli,“ sagði Björg­ólfur.

„Arn­grímur var tekinn til yfir­heyrslu út af þessum meintu á­sökunum um að hann hefði farið inn fyrir línu sem hann telur ekki vera. Það er tölu­vert siðan það átti að hafa gerst en hann mun svara fyrir þetta. Hann er náttúru­lega skip­stjóri á skipinu og ber á­byrgð á því sem slíkur en hann er ekki í varð­haldi eða neinu slíku og vel haldið utan um hann.“