Í vikunni kom í verslanir nýtt Mez­cal, The Lost Explor­er, sem er sam­starfs­verk­efni Björg­ólfs Thor Björg­ólfs­sonar og David de Rot­hschild. The Lost Explor­er Mez­cal er nú mest verð­launaða mez­calið árið 2021 er fram kemur í til­kynningu. Mez­calið hefur hlotið al­þjóð­lega viður­kenningu auk þess sem það hefur fengið verð­laun í bæði Bret­landi og Banda­ríkjunum.

Í til­kynningu segir að The Lost Explor­er Mez­cal sé hand­unnið á­fengi, gert úr aga­ve­plöntum sem eru ræktaðar í hinum sól­ríku dölum Val­les Centra­les í Oaxa­ca í Mexíkó.

David de Rot­hschild og Björg­ólfur Thor Björg­ólfs­son stofnuðu fyrir­tækið í sam­einingu, með það að mark­miði að búa til vöru sem hvetur fólk til að kanna og meta um­hverfi sitt og láta gott af sér leiða en þeir eru í sam­starfi við Don Fortino Ramos, meistara í mez­cal­gerð.

Boðið er upp á þrjár tegundir, hverja með sín sér­kenni, það er Espadín, Toba­lá og Sal­miana.

Tobalá sem einnig kallast „Explor­er Aga­ve“ er unnið úr plöntum sem hafa vaxið í tíu ár í skrauf­þurrum, skugg­sælum giljum, hátt yfir sjávar­máli. Það hefur keim af tóbaki, kókó, vanillu og leðri og hefur ein­stakt jafn­vægi milli viðar- og um­ami bragðs. Loks er það Sal­miana sem er fram­leitt í miklu minna magni úr plöntum sem hafa vaxið í 12 ár í mikilli hæð. Þessi tegund er sögð vera með mesta krydd­jurta­bragðið og hefur ó­vænta eigin­leika með mildri sætu og kryddi, með keim af grænu chili, greip­aldini og fersku aga­ve eftir regn.

Mezcalið hefur hlotið fjölda verðlauna
Mynd/Aðsend

Brugghús á heimsmælikvarða

Í til­kynningunni kemur einnig fram að fyrir­tækið hefur helgað sig sjálf­bærri fram­leiðslu á afar vönduðu, hand­gerðu há­gæða­mez­cal til hags­bóta fyrir sam­fé­lagið sem fram­leiðir það og virðir hið forna hand­verk jafn­framt því að varð­veita líf­ríki héraðsins.

„Mark­mið okkar hefur allan tímann verið að koma á fót brugg­húsi á heims­mæli­kvarða, fram­leiða sjálf­bært mez­cal sem stenst ýtrustu kröfur og sem blæs fólki í brjóst löngun til að lifa leitandi lífi. Við erum stoltir af því að vinna með náttúrunni frá því að fræi er sáð þar til varan er komin í hillur og að setja ný við­mið fyrir greinina í dag,“ segir Björg­ólfur Thor.

Að­eins eru notaðar full­þroskaðar aga­ve­plöntur, hver tegund er handskorin, ein planta í einu, ná­kvæm­lega þegar hún er full­þroskuð og pinjurnar, (piña þýðir ananas, öðru nafni aga­vehjörtun,) eru síðan soðnar í opnum strýtu­löguðum jarð­ofnum (gryfjum) sem kyntir eru með endur­unnum við.

Eftir að vera mulið og maukað og síðan látið gerjast í opnum viðar­á­mum er aga­veð eimað tvisvar í sér­stökum eimingar­tækjum úr kopar, svo­kölluðum “alembic” til að ná fram eins tærum og fáguðum keim og kostur er.

Þessar ein­stöku tegundir mezkals bjóðast í gler­flöskum sem eru gerðar í Mexíkó úr endur­unnum kristal­brotum, hand­merktar og lokað með náttúru­legum korki og loks inn­siglaðar með náttúru­legu vist­vænu bý­flugna­vaxi.

Í til­kynningu segir að öll af­brigði The Lost Explor­er Mez­cal eru þannig gerð að þau njóta sín best ó­blönduð við stofu­hita, borin fram í hefð­bundnum litlum leir­bolla, “copita”. Öll þrjú njóta sín best ef þau eru drukkin hægt. Þá nýtur maður til fullnustu þeirrar marg­slungnu fag­mennsku sem fram­leiðsla hverrar tegundar mez­cals krefst. Espadín hefur bragð sem hentar vel við gerð kok­teila. Ný til­brigði við eldri kok­teila, t.d. Eart­hy Paloma eða Down-to-earth Negroni varpa ljósi á ein­stakt jafn­vægi milli krydd­jurta- og reyk­bragðs The Lost Explor­er

Hér að neðan má finna uppskriftina að þessum kokteil, Earthy Paloma.

Earthy Paloma

45 ml af The Lost Explorer Espadín

90 ml af greipaldinsafa

7,5 ml af lime-safa

Tónik til að toppa (eftir þörf)

Eldjallasalt sett á efri kant glassins

Aðferð:

Settu öll innihaldsefnin nema tónik í hristara með klaka og hristu. Sigtaðu í hátt glas og berðu fram með ís.