Björn Zoëga, fyrr­verandi for­stjóri Land­spítalans, hefur verið ráðinn for­stjóri Karólínska sjúkra­hússins í Sví­þjóð. Hann tekur við stöðunni í vor eða snemma sumars að því er heilbrigðisumdæmið í Stokkhólmi greinir frá.

Haft er eftir Birni, sem síðast gegndi stöðu aðal­fram­kvæmda­stjóra lækninga­sviðs (Chief Medi­cal Officer) sænsku GHP sam­stæðunnar, að hann fyllist bæði stolti og á­nægju með ráðninguna. Að­stæður á Karólínska séu í heimsklassa og hyggst hann takast á við þær á­skoranir sem starfinu fylgja. 

Björn fylgir þar með í fót­spor Birgis Jakobs­sonar, fyrr­verandi land­læknis en nú að­stoðar­manns heil­brigðis­ráð­herra, sem gegndi stöðu for­stjóra Karólínska sjúkra­hússins frá 2007 til 2014. Var Birgir forstjóri sjúkrahússins þegar margumtalað barkamál komst í fréttirnar.

Ekki náðist í Björn við vinnslu fréttarinnar.