Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tók nýverið þátt í 4,3 milljóna punda fjármögnun breska tæknifyrirtækisins Catapult í gegnum fjárfestingafélagið Novator. 

Catapult hefur þróað gervigreind sem tengir hæfileika vinnuafls saman við þarfir vinnuveitenda.

Breski fjölmiðillinn City A.M. greinir frá en í fréttinni kemur fram að Birgir Már Ragnarsson, meðeigandi í Novator, muni taka sæti í stjórn Catapult.

„Catapult hefur opnað stóran markað með nýja vinnulíkaninu,“ segir Birgir Már. „Við fjárfestum í Catapult fyrir ári síðan og höfum séð fyrirtækið vaxa ört. [...] Við erum spenntir fyrir því að auka hlut okkar og þátttöku.“

Dollar Shave Club og Elkstone Ventures komu einnig að hlutafjáraukningunni.