Innlent

Björg­ólfur nýr stjórnar­for­maður Sjó­vár

Björgólfur Jóhannsson, nýr stjórnarformaður Sjóvár. Fréttablaðið/ Vilhelm

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandar Group, hefur tekið við stjórnarformennsku í tryggingafélaginu Sjóvá af Ernu Gísladóttur. Björgólfur og Hildur Árnadóttir voru kjörin ný í stjórn félagsins á aðalfundi þess sem fram fór síðdegis í dag.

Sex voru í framboði til stjórnar Sjóvár en auk Björgólfs og Hildar voru kjörin í stjórn þau Heimir V. Haraldsson, Hjördís E. Harðardóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson. Þá voru sjálfkjörin sem varamenn í stjórn þau Erna Gísladóttir, sem hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 2009 og þar af sem stjórnarformaður frá árinu 2011, og Garðar Gíslason.

Tómas Kristjánsson fjárfestir, sem setið hefur í stjórn tryggingafélagsins frá árinu 2011, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Ný stjórn Sjóvár kom saman eftir aðalfundinn til þess að skipta með sér verkum og varð niðurstaðan sú að Björgólfur yrði formaður stjórnar.

Björgólfur, sem lét af störfum sem forstjóri Icelandair Group í ágúst í fyrra, situr meðal annars í stjórn smásölufélagsins Festar og útgerðarfélagsins Gjögurs og gegnir enn fremur stjórnarformennsku í Íslandsstofu.

Þá var á aðalfundinum samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu fyrir síðasta rekstrarár sem nemur 0,47 krónum á hlut eða um 650 milljónum króna. Jafnframt var tillaga um þóknun til stjórnar samþykkt en hún felst í því að laun stjórnarmanna verða 370 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns tvöföld sú fjárhæð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Már: Ég bjóst síður við þessu

Innlent

Félag um vindmyllur í Þykkvabæ gjaldþrota

Innlent

Töluverð verðlækkun á fasteignamarkaði

Auglýsing

Nýjast

Hluta­bréf í Icelandair rjúka upp í verði

Afland­skrónurnar fara hægt út

Óbreyttir stýrivextir

Komnir í viðræður við fjárfesta og álrisa

Lægra verð­mat á Eim­skip endur­speglar ó­vissu

Með 6,4 prósenta hlut í Kviku banka

Auglýsing