Innlent

Björgólfur keypti fyrir 9 milljónir í Festi

Björgólfur Jóhannson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. Fréttablaðið/ Vilhelm

Björgólfur Jóhannsson, stjórnarmaður í Festi og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, keypti í dag hlutabréf í Festi fyrir tæpa 9,1 milljón króna.

Í tilkynningu um viðskipti fruminnherja til Kauphallarinnar kemur fram að Björgólfur hafi keypt 80 þúsund hluti á genginu 113,5. Björgólfur var kjörinn í stjórn Festi í lok september. 

Eins og greint var frá í Markaðinum í dag hefur Festi sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum en um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. 

Sjá einnig: Festi segir upp 36 manns vegna samrunans

Festi lækkaði um 0,87 prósent í Kauphöllinni í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing