Innlent

Björgólfur keypti fyrir 9 milljónir í Festi

Björgólfur Jóhannson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group. Fréttablaðið/ Vilhelm

Björgólfur Jóhannsson, stjórnarmaður í Festi og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, keypti í dag hlutabréf í Festi fyrir tæpa 9,1 milljón króna.

Í tilkynningu um viðskipti fruminnherja til Kauphallarinnar kemur fram að Björgólfur hafi keypt 80 þúsund hluti á genginu 113,5. Björgólfur var kjörinn í stjórn Festi í lok september. 

Eins og greint var frá í Markaðinum í dag hefur Festi sagt upp 36 starfsmönnum í 30 stöðugildum í tengslum við samruna N1 og Krónunnar og fleiri félaga. Flestir þeirra störfuðu í höfuðstöðvum félagsins í stoðdeildum en um er að ræða hluta af hagræðingaraðgerðum sem fylgja samrunanum. 

Sjá einnig: Festi segir upp 36 manns vegna samrunans

Festi lækkaði um 0,87 prósent í Kauphöllinni í dag. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Níu­tíu þúsund króna dag­sektir á fisk­vinnslu

Innlent

Júlíus Vífill fékk tíu mánaða skilorð

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfestir í Ankeri

Auglýsing

Nýjast

Laura Ashley lokar 40 verslunum í Bretlandi

Yfir 5 prósenta hækkun á bréfum Icelandair

Bankaráð vill frekari frest vegna Samherjamálsins

Þrjár til liðs við Samtök atvinnulífsins

Fjárfesta fyrir 6,2 milljarða króna í Alvotech

Veitinga­markaðurinn leitar jafn­vægis

Auglýsing