Allir lands­menn sem hafa náð tuttugu ára aldri geta nú fengið frían Carls­berg bjór á krana frá Öl­gerðinni en í til­efni nýrrar upp­skriftar bjórsins og út­lits­breytingar hefur verðið á Carls­berg í dós einnig verið lækkað í ÁTVR í maí.

Hægt verður að sækja frían bjór í gegnum appið Gefins og verður hægt að nota á veitinga­stöðum og krám sem eru í sam­starfi við Öl­gerðina. Í heildina er um að ræða níu veitinga­staði, átta í Reykja­vík og einn í Hafnar­firði.

„Með þessu vill Carls­berg Group sýna veitinga­mönnum sam­stöðu í verki, enda hefur veitinga­geirinn gengið í gegnum gríðar­lega krefjandi tíma, og hvetja Ís­lendinga til að styðja við bakið á greininni,“ segir í til­kynningu um málið.