Bjarn­ey Anna kemur til Ís­lands­banka frá BBA//Fjeldco þar sem hún hefur starfað frá árinu 2010 og hefur þar að auki verið með­eig­andi síðustu þrjú ár.

Verk­efni Bjarn­eyjar hafa að stórum hluta snúið að ráð­gjöf varðandi kaup, sölu og fjár­mögnun fyrir­tækja. Hún hefur einnig komið að fjölda verk­efna tengdum fjár­mála­fyrir­tækjum og rekstrar­um­hverfi þeirra, auk þess að hafa veitt er­lendum bönkum ráð­gjöf vegna lán­veitinga til ís­lenskra fyrir­tækja og ís­lenskum bönkum ráð­gjöf vegna lán­veitinga til fyrir­tækja með er­lenda starf­semi. Bjarn­ey hefur jafn­framt setið í stjórn Varðar trygginga frá því snemma árs 2015 til haustsins 2016.

Bjarn­ey Anna er með BA gráðu í lög­fræði frá Há­skóla Ís­lands, nam lög­fræði í há­skólanum í Upp­sala í Sví­þjóð og lauk meistara­gráðu í lög­fræði frá Há­skóla Ís­lands árið 2010. Lög­manns­réttindi hlaut hún svo árið 2012.