Fram­leiðsla á raf­myntinni bitcoin er svo orku­frek að hún jafnast á við orku­notkun Argentínu og er litlu minni en Noregs. Ef bitcoin væri land, væri í hópi þeirra 30 ríkja heim sem nota mesta raf­orku. Þetta er niður­staða rann­sóknar Cam­brid­ge-há­skóla í Bret­landi á raf­orku­kostnaði við að „grafa eftir“ raf­myntinni eins og það er kallað.

Sam­kvæmt vísinda­fólki við há­skólann fer sem svarar 121,36 tera­vatt­stundum af raf­magni á ári í að fram­leiða bitcoin. Til saman­burðar má nefna að árið 2019 nam heildar­ra­forku­notkun á Ís­landi 19.489 gíga­vatt­stundum sam­kvæmt Orku­stofnun en eitt terra­vatt er þúsund gíga­vött. Kára­hnjúka­virkjun fram­leiðir um 4600 gíga­vatt­stundir af raf­magni á ári.

Búast má við því að raf­orku­notkunin aukist ef verð á bitcoin heldur á­fram að hækka líkt og það hefur gert undan­farin misseri. Í gær greindi bíla­fram­leiðandinn Tesla frá því að hefði keypt bitcoin fyrir 1,5 milljarða dollara og hygðist taka við greiðslum með myntinni á komandi misserum. Í dag er einn bitcoin metinn á rúmar 5,6 milljónir ís­lenskra króna.

Líkt og gefur að skilja er hærra verð fyrir bitcoin hvati til þeirra sem grafa eftir henni til að gera það í ríkari mæli. Til að grafa eftir bitcoin þarf gríðar­lega öflugar tölvur sem þurfa mikið raf­magn til að gera flókna út­reikninga til að stað­festa við­skipti með myntina.

„Það liggur í hönnun bitcoin að hún krefst mikillar raf­orku. Þetta er ekki eitt­hvað sem mun breytast í fram­tíðinni nema að hún falli mjög í verði,“ segir Michel Rauch hjá Cam­brid­ge-há­skóla sem fór fyrir rann­sókninni.