Innlent

Birti lista yfir 20 stærstu hluthafa Símans

Það er æskilegt fyrir gagnsæi markaðar að birta lista yfir helstu eigendur fyrirtækisins, segir stjórn Símans.

Kauphöllin ákvað í sumar að hætta að senda út lista yfir 20 stærstu hluthafa fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkað. Fréttablaðið/Anton Brink

Stjórn Símans leggur til við hluthafafund að listi yfir 20 stærstu hluthafa fyrirtækisins verði birtur á heimasíðu þess, ekki sjaldnar en á mánaðarfresti. Það er gert til þess að ekki leiki vafi á því að hluthafar félagsins séu upplýstir hverjir séu stærstu hluthafar félagsins.

„Eftir að Nasdaq Iceland ákvað að láta af birtingu sambærilegs lista hefur verið til umræðu hvort birtings slíks lista sé heimil. Að mati félagsins er það æskilegt fyrir gagnsæi markaðar að birta lista yfir helstu eigendur þess,“ segir í umsögn við tillöguna. Fundurinn verður haldinn 28. nóvember.

Kauphöllin, Nasdaq Iceland, ákvað í sumar að hætta að birta og senda út lista yfir 20 stærstu hluthafa fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkað.

Ákvörðunin var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti.

 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ummælin: Guðbrandur um klofninginn

Innlent

Sig­ríður ráðin fram­kvæmda­stjóri Lyfju

Innlent

Vilhelm Már ráðinn forstjóri Eimskips

Auglýsing

Nýjast

Banka­stjórinn biður Malasíu­búa af­sökunar

Björg­ólfur Thor fjár­festir í bresku tækni­fyrir­tæki

Hækka verð­mat sitt á Skeljungi lítil­lega

Minni eignir í stýringu BlackRock

Hall­dór Brynjar í eig­enda­hóp LOGOS

Hlutabréf í Icelandair hækka um 3,4 prósent

Auglýsing