Íslenskir tölvuleikjaspilarar geta nú loks tryggt sér eintak af Playstation 5 en forsala hófst í dag á nýjustu kynslóð hinnar geysivinsælu leikjatölvu frá Sony.

Mikil eftirvænting er eftir nýjasta útspili japanska raftækjarisans sem kynnti loks verð tölvunnar í gærkvöldi. Þá var greint frá því að æstir tölvuleikjaaðdáendur myndu víða fá tækifæri til að tryggja sér eintak í forsölu næsta dag.

Íslenskar verslanir létu þar ekki sitt eftir liggja og er nú komið í ljós hvað íslenskir neytendur þurfa að borga fyrir gripinn.

Líkt og oft áður eru skiptar skoðanir um útlit nýju Playstation tölvunnar.
Mynd/Sony

Fáanleg með og án geisladrifs

Playstation 5 kemur út í tveimur mismunandi útgáfum, annars vegar með hefðbundnu geisladrifi og hins vegar í ódýrari „stafrænni útgáfu.“

Sú dýrari fæst nú í forsölu hjá Gamestöðinni á 96.999 krónur, Töluvtek á

96.990, Elko á 99.995 krónur og í verslunum Vodafone á 99.990 krónur.

Þá er hægt að panta Playstation 5 án geisladrifs hjá Gamestöðinni á 79.999 krónur,

Elko á 79.995 krónur, Tölvutek á 79.990 krónur og Vodafone á 79.990 krónur.

Óvíst er hvort þessi listi verslana sé tæmandi og munu fleiri eflaust bætast í hópinn á næstu dögum og vikum. Eru tölvurnar væntanlegar til landsins í nóvember.