Birgir Jóns­son, for­stjóri Play, segir að flug­fé­lagið muni fljúga til stærstu borga Evrópu. Stefnt er að því að fyrsta flug­ferðin verði farin þann 24. júní næst­komandi og mun miða­sala hefjast í seinni hluta þessa mánaðar.

Birgir var í við­tali í Víg­línunni í dag þar sem hann sagði að á­fanga­staðir Play yrðu þessir hefð­bundnu ís­lensku á­fanga­staðir.

„Við förum í stærstu borgir í Evrópu. Ali­cante og Tenerife og þessa staði sem Ís­lendingar vilja fara á og ferða­menn koma til Ís­lands frá,“ sagði Birgir og bætti við að á á­ætlun væri einnig að vera með á­ætlunar­ferðir til Lundúna, Kaup­manna­hafnar og Parísar.

Þá geti vel farið svo að Banda­ríkja­flug komi inn í til að skapa tengi­flug á milli Evrópu og Banda­ríkjanna.

Birgir gaf lítið fyrir tal um gervi­verk­töku eða fé­lags­leg undir­boð, það væru kjafta­sögur byggðar á mis­skilningi.

„Við erum með góða samninga við ís­lensk stéttar­fé­lög og munum dansa eftir þeim leik­reglum sem tíðkast á ís­lenskum at­vinnu­markaði. Annað væri ó­eðli­legt,“ sagði Birgir meðal annars.