Birgir Leifur Hafþórsson, fyrrverandi atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Íslenskra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Birgir Leifur störf í vikunni og mun sinna fjárfestingaráðgjöf hjá fyrirtækinu.

Birgir Leifur, sem mun ljúka MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í vor, var áður íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi en lét af störfum þar í fyrra.

Íslenskir fjárfestar fengu starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki árið 2016 og eru í eigu sex starfsmanna félagsins. Hagnaður félagsins á árinu 2019 meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári og nam rúmlega 130 milljónum eftir skatta.

Hlutdeild Íslenskra fjárfesta í hlutabréfaviðskiptum á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í fyrra nam níu prósentum en í skuldabréfaviðskiptum var hún um 12 prósent.